Þriðjudagur 31.10.2017 - 21:36 - Ummæli ()

Nýr Skerjafjörður lítur vel út

Það verður að segjast eins og er að sigurtillaga í samkeppni Reykjavíkurborgar um nýbyggð við Skerjafjörð lítur vel út. Höfundarnir eru ASK arkitektar í samstarfi við Landslag og Eflu. Byggðin er frekar smágerð – ólíkt því sem við sjáum víða um borgina þessi misserin, það er lögð áhersla á græn svæði, við sjáum líka að […]

Þriðjudagur 31.10.2017 - 10:33 - Ummæli ()

Sigurður Ingi mátar sig við forsætisráðuneytið – glötuð tækifæri Katrínar

Þetta er ekki í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, nei það er langt í frá, að Framsóknarflokkurinn ræður því hvernig ríkisstjórn verður eftir kosningar. Það er nánast óhugsandi að sjá fyrir sér stjórn án Framsóknarflokksins að þessu sinni – þyrfti mikla sköpunargáfu til að koma henni saman. Maður skynjar líka að Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja […]

Mánudagur 30.10.2017 - 17:31 - Ummæli ()

Sigmundur og Inga

Samanlagt hafa Miðflokkurinn og Flokkur fólksins 11 þingmenn – eða  jafnmarga og Vinstri græn. Þar af eru reyndar bara tvær konur – Ingu Sæland virðist líða býsna vel í félagsskap karla. Sigmundur Davíð talar um bandalag eða samstarf milli flokkanna, Inga dregur aðeins í land með það, en það er ljóst að þau eru pólitískt […]

Mánudagur 30.10.2017 - 10:32 - Ummæli ()

Hægri stjórn, breið stjórn eða kvennastjórn

Innhringjendur á Bylgjunni og Útvarpi Sögu eru nokkuð eindregið á því að sigurvegarar kosninganna eigi að vera í ríkisstjórn, þ.e. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Þetta mátti heyra í morgun. Þá yrði stjórnarmynstrið líklega Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Spurning hvort það takist? Maður skynjar nokkuð óþol milli Sigurðar Inga Jóhannssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. […]

Mánudagur 30.10.2017 - 08:47 - Ummæli ()

Samskiptamiðlarnir og nafnlausu auglýsingarnar

Fyrir þingi New York ríkis liggur fyrir frumvarp um að banna nafnlausar pólítískar auglýsingar á Facebook. Todd Kaminsky sem er upphafsmaður frumvarpsins segir að kjósendur eigi ekki að sjá pólitískar auglýsingar á Facebook án þess að vita hverjir borga fyrir þær. Það er eitt að blekkja kjósendur, segir hann, en að gera það í skjóli […]

Sunnudagur 29.10.2017 - 20:42 - Ummæli ()

Þingmenn sem hverfa á braut – misvægi atkvæða

RÚV birtir þessa mynd af þingmönnum sem misstu sæti sín í kosningunum. Það verður að segjast eins og er, eftirsjá er eftir mörgu af þessu fólki og ekki einboðið að betra fólk fylli í skörðin. Þarna eru Teitur Björn Einarsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki. Eva Pandóra Baldursdóttir, […]

Sunnudagur 29.10.2017 - 08:57 - Ummæli ()

Konur og ungt fólk detta út, stútungskarlar koma inn

Eitt og annað vekur athygli við kosningaúrslitin. Náttúrlega sigur Miðflokksins og Flokks fólksins. Hversu illa skoðanakannanir standast. Að Framsókn skuli þrátt fyrir allt halda sínu síðan síðast. Það er varnarsigur. Framsókn og Miðflokkur eru samtals með 21 prósent. Að kosningasigur VG gufaði upp, varð ekki að neinu, flokkurinn bætir ekki við sig nema einu prósentustigi. […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is