Sunnudagur 22.10.2017 - 13:41 - Ummæli ()

Cui bono – Katalónía?

Sjálfsákvörðunarréttur þjóða – þetta var boðskapur sem Wilson Bandaríkjaforseti kom með til Evrópu eftir hildarleik fyrri heimsstyrjaldarinnar, þetta var partur af fjórtán punktunum hans sem hann lagði á borðið í Versalasamningunum. Þetta virðist afar skynsamlegt við fyrstu sýn. Að þjóðir fái að ráða sjálfar sínum málum? En hvað er þjóð? Austurríki-Ungverjaland brotnaði upp í mörg […]

Laugardagur 21.10.2017 - 17:59 - Ummæli ()

Tvö kosningapróf

Það eru a.m.k. tvö kosningapróf á netinu sem hægt er að spreyta sig á – og væntanlega fá vísbendingu um hvern maður ætti að kjósa í kosningunum 28. október. Smá tilraun: Ef maður gefur upp hlutleysi við öllum spurningunum í kosningaprófi RÚV fær maður Sjálfstæðisflokkinn efst með 69 prósenta samsvörun. Viðreisn og Miðflokkurinn koma næst […]

Laugardagur 21.10.2017 - 12:21 - Ummæli ()

Framsókn eða Viðreisn í oddaaðstöðu?

Hver skoðanakönnunin á fætur annarri bendir til þess að mjög erfitt verði að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar. Menn gefa sér að Vinstri græn, Samfylking og Píratar muni vinna saman ef flokkarnir fá meirihluta á þingi. En í raun er ólíklegt að svo verði, meirihlutinn yrði þá í mesta lagi einn þingmaður. Á hægri vængnum er […]

Föstudagur 20.10.2017 - 13:21 - Ummæli ()

Rætnar og nafnlausar auglýsingar

Eitt af því sem einkennir kosningabaráttuna nú, fyrir utan frekar daufleg átök um málefnin, eru auglýsingar sem ganga ljósum logum á netmiðlum. Þessar auglýsingar eru neikvæðar, þeim er beint gegn ákveðnum frambjóðendum og flokkum, þeir eru sýndir í neyðarlegu ljósi, hæðst að þeim, niðurstaðan er sú þeir séu með öllu marklausir, ef ekki bara hættulegir […]

Fimmtudagur 19.10.2017 - 16:07 - Ummæli ()

Ég er kominn í leitirnar sko

Í spjalli okkar í Kiljunni – sem stóð yfir um sjö ára skeið – ræddum við Bragi Kristjónsson stundum um Guðmund Haraldsson rithöfund. Guðmundur var sérstæður og skemmtilegur karakter sem setti svip á miðbæinn um áratuga skeið. Hann drakk kaffi á Prikinu og átti oft erindi í áfengisverslunina á Lindargötu. Guðmundur var yfirleitt vel klæddur, […]

Fimmtudagur 19.10.2017 - 12:26 - Ummæli ()

Illa lesinn sýslumaður

Í nútímasamfélagi finnst manni fátt tilgangslausara en þóttafullir embættismenn. Á árum áður var landið fullt af slíkum mönnum, en almennt held ég að ástandið hafi skánað í þessum efnum. Sýslumaðurinn í Reykjavík kemur á fund þingnefndar vegna lögbannsins á Stundina. Hann er spurður um álit sitt á erindi sem barst um lögbannið frá Öryggis- og […]

Miðvikudagur 18.10.2017 - 11:52 - Ummæli ()

Jónas Kristjánsson, Hallgrímur og Gunni Helga, Guðrún Pé, Biggi lögga og fleira frægt fólk á framboðslistum

Það er gaman að renna augunum yfir framboðslista til að sjá hvort maður þekkir fólk á þeim, jafnvel einhverja sem maður átti ekki von á að væru í framboði. Fréttablaðið birti í morgun tólf blaðsíðna aukablað sem er auglýsing frá landskjörstjórn um framboðslista við kosningarnar 28. október. Þar er að finna nöfn allra frambjóðenda. Við […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is