Miðvikudagur 11.10.2017 - 08:23 - Ummæli ()

Draumurinn um vinstri stjórn fjarlægist – nema Framsókn sé með

Draumaríkisstjórn sumra á vinstri væng, Vinstri græn, Píratar og Samfylking, lafir á einum þingmanni samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Vinstri græn halda áfram að vera risastór, með tæp 30 prósent en þarna munar mestu að fylgi Píratanna skreppur saman, þeir fá ekki nema 8,5 prósent en Samfylkingin er með 8.

Samkvæmt þessu segir blaðið að VG séu með 21 þingmann, Píratar með 6 en Samfylkingin 5. Það er eins manns meirihluti á þingi, svo naumur að ólíklegt er að Katrín Jakobsdóttir myndi vilja mynda ríkisstjórn sem stendur þetta naumt.

Björt framtíð og Viðreisn eru enn úti, og þá væri ekki annað til ráða ef mynda á stjórn vinstra megin en að kalla til Framsóknarflokkinn, því tæplega ætlar VG að starfa með Flokki fólksins eða Sigmundi.

Framsókn mælist með 7 prósent í könnuninni og 5 þingmenn, þannig að slík stjórn gæti haft nokkuð rúman meirihluta. En hvort er hægt að mynda hana eða hún yrði samstíga, það er annar handleggur.

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is