Fimmtudagur 19.10.2017 - 16:07 - Ummæli ()

Ég er kominn í leitirnar sko

Í spjalli okkar í Kiljunni – sem stóð yfir um sjö ára skeið – ræddum við Bragi Kristjónsson stundum um Guðmund Haraldsson rithöfund. Guðmundur var sérstæður og skemmtilegur karakter sem setti svip á miðbæinn um áratuga skeið. Hann drakk kaffi á Prikinu og átti oft erindi í áfengisverslunina á Lindargötu.

Guðmundur var yfirleitt vel klæddur, með hatt eða húfu á höfði og skjalatösku. Gat verið snöggur og skemmtilegur í tilsvörum.

Nú er komið í leitirnar myndskeið sem sýnir Guðmund koma í Lindargöturíkið. Þetta er tekið á síðasta opnunardegi þess árið 1992. Afgreiðslumennirnir ákveða að gera vel við Guðmund af þessu tilefni. Hann fékk sér yfirleitt „eina litla laglega“ flösku eins og hann kallar það í myndbandinu, en þurfti ekki að borga í þetta sinn.

Myndirnar eru teknar af Friðriki Geirdal Júlíussyni sem gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta þær.

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is