Föstudagur 20.10.2017 - 13:21 - Ummæli ()

Rætnar og nafnlausar auglýsingar

Eitt af því sem einkennir kosningabaráttuna nú, fyrir utan frekar daufleg átök um málefnin, eru auglýsingar sem ganga ljósum logum á netmiðlum.

Þessar auglýsingar eru neikvæðar, þeim er beint gegn ákveðnum frambjóðendum og flokkum, þeir eru sýndir í neyðarlegu ljósi, hæðst að þeim, niðurstaðan er sú þeir séu með öllu marklausir, ef ekki bara hættulegir fyrir land og þjóð.

Nokkuð kvað að slíkum auglýsingum í kosningabaráttunni í fyrra, en í ár keyrir um þverbak. Það er varla hægt að opna fyrir samskiptamiðil án þess að auglýsingar af þessu tagi dúkki upp.

Auglýsingarnar eru nafnlausar, það kemur hvergi í ljós hver gerir þær eða borgar brúsann. Það er náttúrlega  hneisa og á ekki að líðast í kosningabaráttu. Fjölmiðlar hljóta að reyna að grafa upp í hvaða skúmaskotum þeir leynast sem standa fyrir þessu.

Og svo er spurningin – er þetta að virka? Og þá hvernig og á  hverja?

Hér eru tvö dæmi um auglýsingar af þessu tagi.

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is