Laugardagur 21.10.2017 - 17:59 - Ummæli ()

Tvö kosningapróf

Það eru a.m.k. tvö kosningapróf á netinu sem hægt er að spreyta sig á – og væntanlega fá vísbendingu um hvern maður ætti að kjósa í kosningunum 28. október.

Smá tilraun: Ef maður gefur upp hlutleysi við öllum spurningunum í kosningaprófi RÚV fær maður Sjálfstæðisflokkinn efst með 69 prósenta samsvörun. Viðreisn og Miðflokkurinn koma næst með 68 og 67 prósent en VG og Alþýðufylkingin neðst með 62 og 58 prósent.

Hitt prófið er á vef Stundarinnar. Þar prófaði ég líka að vera hlutlaus í öllum málum, í spurningunum 63. Þar gefur hlutleysið manni Miðflokkinn. Hann er semsagt default flokkurinn, þótt samsvörunin sé reyndar ekki nema 40 prósent. BF er með sama hlutfall, en Samfykingin ekki með nema 13 prósent og VG með 17 – ef maður skilar auðu í öllum málum.

Í kosningaprófi Stundarinnar er að finna þessa spurningu. Maður hlýtur að spyrja, á vondri íslensku – í box hvaða flokks tikkar það ef maður segist vera fjarskalega sammála þessari fullyrðingu?

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is