Þriðjudagur 31.10.2017 - 21:36 - Ummæli ()

Nýr Skerjafjörður lítur vel út

Það verður að segjast eins og er að sigurtillaga í samkeppni Reykjavíkurborgar um nýbyggð við Skerjafjörð lítur vel út. Höfundarnir eru ASK arkitektar í samstarfi við Landslag og Eflu. Byggðin er frekar smágerð – ólíkt því sem við sjáum víða um borgina þessi misserin, það er lögð áhersla á græn svæði, við sjáum líka að þarna eru tjarnir og nálægðin við sjóinn er sterk.

Svæðið liggur við hinn umdeilda Reykjavíkurflugvöll og gefur nokkra hugmynd um hvernig hægt væri að byggja þar, í sátt við Öskjuhlíðina, Nauthólsvíkina og Vatnsmýrina. Enda segir í greinargerð með vinningstillögunni.

Nýr Skerjafjörður er að sumu leyti tímamótaverkefni.  Staðsetning hefur allt til að skipulag á þessu svæði geti verið leiðarljós fyrir þá uppbyggingu sem við sjáum fyrir okkur á næstu áratugum, á landi sem er eitt verðmætasta sem við borgarbúar höfum yfir að ráða. Við erum að brjóta nýtt land um leið og við þéttum og styrkjum byggðina sem fyrir er.

 

 

 

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is