Fimmtudagur 30.11.2017 - 22:50 - Ummæli ()

Valashblettir og servíettumenning á lágu stigi

Lesendabréfasíðan sem bar nafnið Velvakandi var oft besta efnið í Morgunblaðinu, það var í þá tíð allir landsmenn lásu Moggann. Annað var eiginlega óhjákvæmilegt. Margir frábærlega góðir pennar skrifuðu í Velvakanda eða hringdu inn skilaboð – og það var rætt um fjölbreyttustu málefni. Nú er þetta allt komið inn á Facebook, fáir láta sér detta […]

Fimmtudagur 30.11.2017 - 16:40 - Ummæli ()

Umhverfisráðherrann nýi

Það kann að virðast góð hugmynd að fá mann úr hugsjóna/hagsmunasamtökum til að verða ráðherra.  Vinstri græn kalla Guðmund Inga Guðbrandsson, framkvæmdastjóra Landverndar, inn í ríkisstjórn sem umhverfisráðherra. Guðmundur hefur starfað í flokknum. Þetta getur orðið til þess að lægja öldur innan flokksins við stjórnarmyndun. Það gæti virkað ágætlega. Til lengri tíma litið er það […]

Fimmtudagur 30.11.2017 - 11:58 - Ummæli ()

Sjálfstæðismenn með stór og feit ráðuneyti

Stjórnarsáttmálinn er bundinn inn í litla bók, fallega myndskreytta. Teikningarnar munu vera gerðar af Viktoríu Buzukínu, grafískum hönnuði sem er upprunin í Úkraínu en býr á Íslandi. Það er skemmtilegt. Sáttmálinn er fullur af góðum fyrirheitum í heilbrigðis-, menntamálum-, samgöngumálum- og húsnæðismálum. Virðist vera ágætt plagg, en svo er spurning hvernig mönnum gengur að fylgja […]

Fimmtudagur 30.11.2017 - 09:25 - Ummæli ()

Harðstjórn talnanna – eða var annað í boði?

Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, tjáir sig ekki mikið um íslensk stjórnmál þessa dagana, en í gærkvöldi skrifaði hann um ríkisstjórnarmyndunina á Facebook. Árni fagnaði því að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra og skrifaði svo að þetta væri í samræmi við niðurstöður kosninganna, hvað sem stjórnmálamenn reyndu gætu þeir ekki komist framhjá þeim. Það sé […]

Miðvikudagur 29.11.2017 - 22:17 - Ummæli ()

Katrín vinnur sigur á fundi VG – tekur við sem forsætisráðherra á morgun

Katrín Jakobsdóttir hafði góðan sigur þegar sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta á löngum og ströngum fundi Vinstri grænna í kvöld. Tölurnar voru 75 með, 15 á móti, 3 sitja hjá. Þetta gerðist þrátt fyrir andstöðu þingmannanna Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar. Það má leiða getum að því að ef stjórnarsamstarfið […]

Miðvikudagur 29.11.2017 - 16:53 - Ummæli ()

Mengaða Reykjavík

Við ákveðin veðurskilyrði er loftmengun í Reykjavík meiri en gerist í milljónaborgum erlendis. Síðustu daga hefur Reykjavík verið með menguðustu borgum. Það er svosem engin ráðgáta hvernig á þessu stendur. Skýringin er gríðarlega mikil bílanotkun – og ekki bætir úr útbreiðsla nagladekkja sem slíta malbiki og róta upp tjöru og óhreinindum. Í fyrradag var varað […]

Þriðjudagur 28.11.2017 - 22:00 - Ummæli ()

Brexit strandar á landamærum Írlands og Norður-Írlands

Brexit er að stranda á alls kyns vandamálum sem menn gátu auðvitað séð fyrir en gerðu lítið úr eða kusu beinlinis að horfa framhjá. Eins og staðan er í dag er Írland stærsti höfuðverkurinn. Englendingar hafa alltaf komið fram við Íra eins og þeir séu annars flokks. Saga kúgunar Englendinga á Írum er löng, svo […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is