Mánudagur 06.11.2017 - 10:06 - Ummæli ()

Dapurlegt stórafmæli

Á morgun, 7. nóvember, er afmæli rússnesku byltingarinnar, októberbyltingarinnar svokallaðrar. Maður gæti skrifað langar greinar af þessu tilefni. Stjórn Rússlands er sjálf í mestu vandræðum með byltingarafmælið – Stalín er aftur í talsverðum metum í Rússlandi, en Pútínstjórnin og stuðningsmenn hennar horfa líka aftur til keisaratímans. Hinn lánlausi Nikulás II, sem klúðraði öllu sem hann gat klúðrað, er kominn í dýrlinga tölu. Spaugilegast er að framleiddir hafi verið þættir fyrir rússneskt sjónvarp um Trotskí, alveg síðan á tíma Stalíns hefur hann verð persona non grata í Rússlandi. Rússneska ríkið er aftur komið í samkrull með kirkjunni eins og var fyrir byltingu.

Vinur minn einn á Facebook, gamall róttæklingur, afgreiðir byltingarafmælið nokkuð snyrtilega í fáum línum. Þetta er kjarni málsins:

Ég ætla ekki að halda uppá 100 ára afmæli októberbyltingarinnar. Í fyrsta lagi var þetta ekki bylting heldur valdarán; í öðru lagi gerðist þetta ekki í október heldur í nóvember; í þriðja lagi leiddi valdaránið til einræðis- og ógnarstjórnar Leníns og síðar Stalíns, og lítil ástæða til að fagna því.

 

Sumir ætla að halda upp á afmæli októberbyltingarinnar, eins og sjá má á þessu plakati. Það ætlar Alþýðufylkingin líka að gera.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is