Þriðjudagur 14.11.2017 - 22:06 - Ummæli ()

Öruggt að stjórn DBV mun ekki beygja sig undir úrskurð EFTA-dómstólsins

Það er líklegt að eitt fyrsta verkefni ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna – ef hún kemst á koppinn – verði að ráðslaga um þann úrskurð EFTA-dómstólsins að íslenskar reglur um influtning á kjöti, eggjum og mjólk samræmist ekki EES samningnum.

Þetta er mál sem er búið að fara fyrir Héraðsdóm  – álit EFTA-dómstólsins er í samræmi við dóminn sem þar féll – en næst fer það fyrir Hæstarétt. Ljóst er að Hæstiréttur mun taka mið af úrskurði EFTA-dómstólsins.

 

 

En flokkarnir sem líklega munu skipa ríkisstjórnina eru allir mjög eindregnir í stuðingi sínum við íslenska landbúnaðarkerfið. Þetta er eitt af því sem sameinar þá helst, sterkir bændaarmar eru í öllum flokkunum. Og allir eru  þeir á móti Evrópusambandinu – þótt enginn þeirra hafi gengið svo langt að vilja rifta EES-samningnum sem er þó eins og hálfgildings aðild að ESB.

Líklegast er að ríkisstjórnin vilji halda algjöru status quo gagnvart Evrópusambandinu, rugga ekki bátnum eins og í raun hefur verið stefnan lengi – að pæla ekkert sérstaklega mikið í því sem felst í EES – en þarna en þarna er mál sem mun sameina og styrkja í andstöðu við það sem frá Evrópu kemur.

Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, skrifar eftirfarandi hugleiðingu á Facebook:

Það er líklega orðið tímabært að endurskoða þetta EES samstarf frá grunni. Það er einum of langt gengið ef við ráðum því ekki sjálf hvort við flytjum inn hrátt kjöt frá meginlandinu. Nýsjálendingar láta náttúruna njóta vafans og banna allann innflutning á dýrum og óunnu kjöti, enda er landið eyja og dýrastofnarnir þar ekki með varnir gegn öllum þeim pestum sem ganga á meginlandinu. Á Íslandi gilda sömu sjónarmið.

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is