Föstudagur 17.11.2017 - 19:11 - Ummæli ()

Hvað gerðum við án Pólverjanna?

Pólsk yfirvöld biðla til Pólverja sem búa og starfa í Danmörku að snúa heim. Það er mikill uppgangur í Póllandi og næga atvinnu að hafa. Eins og lesa má í þessari frétt RÚV eru 40 þúsund Pólverjar á vinnumarkaði í Danmörku.

Á Íslandi eru Pólverjar um 14 þúsund talsins. Þeir eru víða í atvinnulífinu, má jafnvel segja að þeir haldi uppi heilu atvinnugreinunum. Þeir þykja upp til hópa góðir og áreiðanlegir starfsmenn. Ég hef heyrt úr hópi Pólverja sem ég þekki á Íslandi að sumir þeirra hyggi nú á heimferð. Ástæðan er sú sem stendur hér að ofan, það er nóg við að vera í Póllandi – og svo bætist við að húsnæðisástandið er mjög erfitt á Íslandi, til dæmis mjög dýrt og erfitt að leigja.

En hvað myndum við gera án Pólverjanna? Þeir eru bókstaflega orðnir ein meginstoðin í atvinnulífinu hérna.

Við getum eiginlega ekki án þeirra verið.

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is