Miðvikudagur 13.12.2017 - 10:17 - Ummæli ()

Gjáin milli hvítra og svartra í Alabama

Kosningar í Alabama vekja heimsathygli. Það er nokkuð óvenjulegt – en hvað er venjulegt við pólitíska ástandið í Bandaríkjunum. Sjálfur forsetinn, Trump, leggur allt undir til að styðja Roy Moore, sannkallaðan afturhaldskarl sem er ásakaður um margþætt kynferðislegt áreiti. En það er demókratinn Doug Jones sem sigrar – í fyrsta skiptið sem Demókratar hafa öldungadeilarþingmann […]

Þriðjudagur 12.12.2017 - 22:57 - Ummæli ()

Nú mætti skafa ísinn á Tjörninni

Ég hef áður birt þessa ljósmynd. Hún er tekin 1941 og sýnir mikinn fjölda borgarbúa á Reykjavíkurtjörn. Þarna eru krakkar á skautum og við sjáum að líka er notast við sleða. Á þessum tíma var Tjörnin einn helsti samkomustaður barna og unglinga í bænum að vetrarlagi. Ég náði í endann á þessum tíma. Þarna hittust […]

Þriðjudagur 12.12.2017 - 20:45 - Ummæli ()

Katrín og Macron

Katrín Jakobsdóttir sómir sér vel í forgarði Elyseé-hallar í París með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, líkt og má sjá í þessari frétt á mbl.is. Katrín var þarna í dag á fundi vegna tveggja ára afmælis Parísarsamkomulagsins. Katrín er að hefja feril sinn sem forsætisráðherra – þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram sem […]

Þriðjudagur 12.12.2017 - 10:56 - Ummæli ()

Hrollvekjandi framtíð með misnotkun gervigreindar

Framtíðarfræðingurinn Zeynep Tufecki  heldur fyrirlestur hjá TED – sjá hér að neðan. Það er mikilvægt að hlusta á þetta. Hún fjallar um gervigreind og dregur upp dökka framtíðarsýn – dystópíu. Hún er ekki að tala um gervigreind sem tekur völdin af manninum, heldur hvernig þeir sem hafa völdin nota gervigreindina. Hér er hún að tala […]

Sunnudagur 10.12.2017 - 18:42 - Ummæli ()

Gamla Flugstöðin og Loftleiðir

Nú stendur til að rífa gömlu flugstöðina í Keflavík. Hún hefur sjálfsagt ekkert notagildi – hefði kannski mátt varðveita hana sem leikmynd fyrir bíó, til dæmis fyrir myndir sem eiga að gerast austantjalds í kalda stríðinu. En það var líka ljómi yfir flugferðum á tíma hennar. Þetta var fyrir þann tíma að meirihluti þjóðarinnar fór […]

Laugardagur 09.12.2017 - 22:12 - Ummæli ()

Hinn norræni eftirréttur Risalamande – eða Riz à l’amande

Mér varð á að skrifa Ris a la mande á alnetið og fékk á mig harða gagnrýni fyrir svo lélega frönsku. Á því tungumáli myndi þetta heita Riz à l’amande. En þetta er ekki alveg svo einfalt. Í Danmörku skrifa menn einfaldlega Risalamande. Þetta er danskur réttur, hafður á jólaborðum þar í landi, og barst […]

Laugardagur 09.12.2017 - 18:44 - Ummæli ()

John Hughes og gullöld grínsins

Sjónvarpið sýnir í kvöld, undir dagskrárliðnum Bíóást, kvikmyndina Planes, Trains & Automobiles. Það er Sigurjón Kjartansson, grínisti og handritshöfundur, sem velur myndina. Það er skemmst frá því að segja að þetta er einhver besta grínmynd allra tíma. Tilheyrir hinni vinsælu en nokkuð vanmetnu grein eighties-gamanmyndum. Níundi áratugurinn var nefnilega gullöld í gerð grínmynda. Fæstar þeirra […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is