Sunnudagur 31.12.2017 - 15:46 - Ummæli ()

Gleðilegt ár, það besta og versta og smávegis um brennur

DV bað mig um að nefna það sem mér hefði þótt best og verst á árinu. Eftir stutta umhugsun setti ég þetta á blað og það birtist í áramótaútgáfu blaðsins. Það versta: Það sem mér er efst í huga þegar spurt er hvað sé verst á árinu er síaukin völd stórfyrirtækja í heimi upplýsinga- og […]

Sunnudagur 31.12.2017 - 03:14 - Ummæli ()

Þingholtin og Skólavörðuholt 1903

Þessi ljósmynd er tekin 1903 og sýnir hluta af Þingholtunum og Skólavörðuholtið. Lengst í burtu glittir í Bláfjöllin. Höfundurinn er hinn merki ljósmyndari Magnús Ólafsson. Myndin er tekin yfir Tjörnina, væntanlega úr Tjarnarbrekkunni, það er hávetur eins og sjá má. Þarna er afar lítið orðið til af byggðinni sem síðar hefur risið. Við þekkjum Miðbæjarskólann […]

Laugardagur 30.12.2017 - 16:35 - Ummæli ()

Sir Ringo og Sir Barry

Vissulega er fátt hallærislegra en titlatogið í kringum bresku hirðina. Reyndar finnst mér fátt óskiljanlegra en hvernig fólk endist til að horfa á endalausa sjónvarpsþætti og kvikmyndir um allt það lið. Meðal þeirra sem eru aðlaðir um þessi áramót er Nick Clegg, fyrrverandi formaður Frjálslyndra demókrata. Helsta afrek hans er að hafa hálfpartinn drepið flokkinn […]

Laugardagur 30.12.2017 - 13:46 - Ummæli ()

Gengur erfiðlega að fylgja góðum fyrirheitum í arkítektúr

Ástæða er til að benda sérstaklega á grein sem Hilmar Þór Björnsson arkitekt skrifar á vefsvæði sitt Arkítektúr, skipulag og staðarprýði sem má finna hér á Eyjunni. Greinin nefnist einfaldlega Verndun staðarandans – lög og reglugerðir. Greinin fjallar um staðaranda og hvernig hans er gætt í arkítektúr í Reykjavík. Hilmar rekur hvernig er tekið á […]

Föstudagur 29.12.2017 - 15:05 - Ummæli ()

Pirringurinn út af íþróttamanni ársins

Hérumbil á hverju ári fer nokkur hluti þjóðarinnar af hjörunum vegna kjörsins á íþróttamanni ársins. Þegar boltakarl er valinn snýst umræðan um að boltaíþróttirnar tröllríði öllu og engir aðrir komist að. Þegar boltakarlar eru ekki valdir fer umræðan í hina áttina, boltaáhugamennirnir fárast yfir því að íþróttaárangur hinna sé afar ómerkilegur miðað við það sem […]

Fimmtudagur 28.12.2017 - 17:35 - Ummæli ()

Biskupinn er algjört aukaatriði

Það er einhvern veginn afar íslenskt að umræða um ákvarðanir Kjararáðs sé öll farin að snúast um eina konu, biskupinn yfir Íslandi. Það er merkilegt hvað maður skynjar mikla heift í garð Agnesar M. Sigurðardóttur. Jú, hún er þægilegt skotmark. Þó er launahækkunin sem hún fékk ekki nema í takt við það sem aðrir embættismenn, […]

Miðvikudagur 27.12.2017 - 20:27 - Ummæli ()

Á að banna flugeldana?

Reykjavík er gjarnan nefnd á alþjóðavettvangi sem einn af skemmtilegustu stöðum til að dvelja á yfir áramót. Ástæðan er náttúrlega hin villta og skipulagslausa flugeldasýning sem fer fram á götum og í görðum í kringum miðnættið á gamlársdag og hið ofsafengna skemmtanalíf nýársnæturinnar. Ferðamannastraumurinn hingað á áramótum er líka furðulega mikill – miðað við hvað […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is