Sunnudagur 10.12.2017 - 18:42 - Ummæli ()

Gamla Flugstöðin og Loftleiðir

Nú stendur til að rífa gömlu flugstöðina í Keflavík. Hún hefur sjálfsagt ekkert notagildi – hefði kannski mátt varðveita hana sem leikmynd fyrir bíó, til dæmis fyrir myndir sem eiga að gerast austantjalds í kalda stríðinu.

En það var líka ljómi yfir flugferðum á tíma hennar. Þetta var fyrir þann tíma að meirihluti þjóðarinnar fór til útlanda á hverju ári, þegar túristarnir voru ekki nema örfá þúsund, áður en fólk fór að troðast eins og sardínur í dós í lágfargjaldaflugvélar.

Á myndinni má sjá Douglas DC-8 flugvél frá Loftleiðum. Það var ástsælt flugfélag á sínum tíma. Stofnendur þess voru frumkvöðlar í flugi, karlar í krapinu.

Eftirfarandi las ég á umræðuþræði: Þetta var á þeim tíma að hægt var að þekkja Íslendinga sem fóru til útlanda úr, þeir töluðu með hreim.

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is