Þriðjudagur 12.12.2017 - 20:45 - Ummæli ()

Katrín og Macron

Katrín Jakobsdóttir sómir sér vel í forgarði Elyseé-hallar í París með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, líkt og má sjá í þessari frétt á mbl.is. Katrín var þarna í dag á fundi vegna tveggja ára afmælis Parísarsamkomulagsins.

Katrín er að hefja feril sinn sem forsætisráðherra – þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram sem slík á alþjóðavettvangi. Kemur á fundinn með metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, vinsæll stjórnmálamaður sem miklar væntingar eru gerðar til. Maður sér ekki betur en að hlutverkið fari henni vel.

 

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is