Miðvikudagur 31.01.2018 - 14:45 - Ummæli ()

Til Kaupmannahafnar út í frelsið

Í fimmta þætti Kaupmannahafnar, höfuðborgar Íslands, sem verður sýndur í kvöld, förum við Guðjón Friðriksson meðal annars á slóðir málfræðingsins Rasmusar Christians Rask. Hann var tungumálaséní, sagður hafa tileinkað sér fimmtíu tungumál, og fyrir íslenskuna var hann mikill áhrifavaldur. Hann dvaldi á Íslandi í upphafi 19. aldar við rannsóknir og stóð meðal annars fyrir leikstarfsemi […]

Þriðjudagur 30.01.2018 - 23:24 - Ummæli ()

Sjálfakandi bílar leysa ekki umferðarvandann né gera almenningssamgöngur óþarfar

Sjálfakandi bílar gætu þýtt umferðaröngþveiti. Þetta er fyrirsögnin á grein sem birtist nýlega í The Economist. Í greininni segir að slík tæki muni hvorki forða okkur frá umferðarteppum né gríðarlegum fjárfestingum í umferðarmannvirkjum. Það sé heillavænlegra fyrir borgir og ríki að halda samgöngukerfum sínum í lagi og er þar nefnt jarðlestakerfið í New York. Það […]

Þriðjudagur 30.01.2018 - 21:16 - Ummæli ()

Þandar taugar í verkó

Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur, sem er sérfræðingur í sögu verkalýðshreyfingarinnar, telur að erfiðara verði fyrir andstöðuöfl að fella frambjóðanda stjórnarinnar í Eflingu en í VR. Hann byggir það á því að í VR hafi verið mikill órói lengi og tíð formannsskipti en í Eflingu hafi ríkt stöðugleiki. Það er líklega ýmislegt til í þessu. Lýðræðið í […]

Sunnudagur 28.01.2018 - 21:07 - Ummæli ()

Markmiðið að gera almenning skuldugri

Það renna upp nýir tímar í fjármálaþjónustu. Önnur fyrirtæki en bankar geta haslað sér þar völl. Boðið lán og greiðslukort og svo framvegis. Þetta er gert samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu. Við erum í EES og höfum ekkert um það að segja fremur en svo margt sem kemur frá ESB. Við hlýðum bara. En afleiðingarnar verða […]

Sunnudagur 28.01.2018 - 10:03 - Ummæli ()

Hálkuveturinn frekar mikli

Við fórum út í göngutúr í gærkvöldi fjölskyldan. Það var enn einu sinni komin hálka nema þar sem gangstéttir eru upphitaðar – sem er reyndar víða í Miðbænum. Það er lúxus. En hálkan í vetur er varhugaverð. Það rétt frystir við jörðu eftir frostlausa daga, það er blautt á og svo myndast þunn filma af […]

Laugardagur 27.01.2018 - 13:16 - Ummæli ()

Munurinn á að lesa bók og bretti

Ég hef orðið nokkurs vísari – og bregður dálítið við það. Hin síðari ár hef ég farið að lesa mikið af bókum á lesbretti. Fyrst Kindle, svo iPad. Jú, þetta er gríðarmikið af titlum. Á heimilinu er sáralítið pláss fyrir nýjar bækur. Þær hrúgast hingað inn. Ég hef reyndar þurft að losa mig við mikið […]

Föstudagur 26.01.2018 - 20:42 - Ummæli ()

Endurkoma Gunnu Ö

Það vekur athygli í svokölluðu flokksvali Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar að þar má sjá endurkomu Guðrúnar Ögmundsdóttur í stjórnmálin. Sjálf segist hún vilja vera í baráttusætinu á listanum. Guðrún er afar sjóuð í pólitík. Hún settist fyrst í borgarstjórn sem varaborgarfulltrúi Kvennalistans árið 1990 en svo var hún borgarfulltrúi 1992 til 1998. Frá 1999 til 2007 […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is