Miðvikudagur 17.01.2018 - 20:45 - Ummæli ()

Aðalerindi Davíðs

Í höndum Davíðs Oddssonar hverfur Morgunblaðið að vissu leyti aftur til blaðamennsku 19. aldar þegar ritstjórarnir voru blöðin. Björn Jónsson var Ísafold, Einar Benediktsson var Dagskráin, Valdimar Ásmundsson var Fjallkonan. Eins er þetta nú á Mogganum, Davíð Oddsson er Morgunblaðið. Þetta var ekki svona á Mogganum þegar Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson stunduðu ritstjórn – […]

Miðvikudagur 17.01.2018 - 11:22 - Ummæli ()

Íslandskaupmennirnir fá nöfn og andlit

Guðmundur Andri Thorsson tók eftir því að í Kaupmannahafnarþáttum okkar Guðjóns Friðrikssonar mætti sjá merki þess að við værum ekki miklir knæpusetumenn. Sem er ágætt – nógir eru um fjárans brennivíns- og glötunar- og síkja-rómantíkina kringum þennan gamla höfuðstað. Það er nokkuð til í þessu hjá Guðmundi Andra – í seinni þáttum nefnum við fáeina […]

Miðvikudagur 17.01.2018 - 00:10 - Ummæli ()

Launin í ferðaþjónustunni

Við því hefur verið varað, og það er vitað, að ferðaþjónusta er láglaunaatvinnugrein. Þess vegna er alveg mátulega æskilegt að hún sé aðalatvinnuvegurinn. Það eru ekki borguð há laun fyrir að skipta á rúmum eða þjóna til borðs. Við Íslendingar höfum farið þá leið í ferðaþjónustunni okkar að fá hingað fjölda útlendinga – marga frá […]

Þriðjudagur 16.01.2018 - 11:41 - Ummæli ()

Er í lagi að drekka vatnið eða er ekki í lagi að drekka vatnið?

Manni er sagt að maður eigi að sjóða vatnið í Reykjavík áður en maður drekkur það en svo er manni líka sagt að það sé allt í lagi að drekka vatnið. Upplýsingarnar eru heldur misvísandi. Voru veitur of seinar til að tilkynna um vatnsvandræðin eða er  þetta því líkt smámál að ekkert hefði þurft að […]

Mánudagur 15.01.2018 - 19:38 - Ummæli ()

Vatn

Sá hlær best sem síðast hlær. Sumir eru einfaldlega framsýnni en aðrir.  

Mánudagur 15.01.2018 - 13:09 - Ummæli ()

Gamli Þjóðviljinn og Njálsgata/Gunnarsbraut

Þegar ég var að alast upp sem blaðalesandi var Þjóðviljinn ágætt blað, hafði meðal annara á að skipa frábærum blaðamönnum eins og Guðjóni Friðrikssyni, Ingólfi Margeirssyni – að ógleymdum Árna Bergmann. Sunnudagsblaðið var rómað fyrir greinar, viðtöl og uppsetningu. Ég er of ungur til að hafa lesið greinarnar sem Magnús Kjartansson skrifaði undir heitinu Austri, […]

Sunnudagur 14.01.2018 - 23:25 - Ummæli ()

Trump er óhæfur forseti – en efnahagurinn blómstrar

Í leiðara í The Economist segir að Donald Trump hafi ekki valdið jafn miklum usla í viðskipta- og efnahagslífi og hefði mátt halda af ýmsum yfirlýsingum hans fyrir kosningar. Nú er liðið ár frá því að hann tók við völdum. Trump njóti þess að nokkru leyti að efnahagsástand í heiminum er gott um þessar mundir. Í […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is