Fimmtudagur 11.01.2018 - 10:49 - Ummæli ()

Sterkur leikur að ráða Birgi

Svandís Svavardóttir hlýtur almennt lof fyrir að ráða Birgi Jakobsson, fráfarandi landlækni, sem aðstoðarmann sinn í heilbrigðisráðuneytinu. Þetta er vissulega óvenjulegt – að ráðherra fái til sín sem aðstoðarmann einstakling sem veit meira um málaflokkinn en hann/hún. Í flóknu ráðuneyti þar sem sterk hagsmunaöfl togast á ætti þetta að vera ómetanlegt.

Tilhneigingin í stjórnmálunum hér hefur verið þveröfug. Aðstoðarmenn hafa upp til hópa verið ungliðar, töskuberar, fólk sem er í einhverri goggunarröð – flokksmenn sem talið er að þurfi að útvega vinnu. Það er semsagt ekki verið að sækjast eftir sérfræðiþekkingu heldur einhvers konar pólitísku hliðarsjálfi.

Talsvert er af dæmum um það í seinni tíð að aðstoðarmenn hafi haft vond áhrif á ráðherra sína – jafnvel verið sífellt að koma þeim í bobba.

Þess vegna er ráðning Birgis mjög áhugaverð. Hann hefur líka talað eindregið fyrir kerfisbreytingum í heilbrigðisþjónustunni. Með því að ráða Birgi er Svandís á vissan hátt að taka undir viðhorf hans sem birtust meðal annars viðtali í Silfrinu í nóvember.

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is