Laugardagur 17.02.2018 - 15:45 - Ummæli ()

Frá vínskömmtun til kampavínsmökkunar

Frjálsræði í áfengisverslun hefur aukist mikið á Íslandi, þótt enn sé ekki heimilt að selja það í kjörbúðum. En áfengi er út um allt, og í raun upplifum við tíma mikillar áfengisdýrkunar, ólíkt því með tóbak sem má ekki lengur sjást í búðum. Tóbaksbúðir með ilmi af píputóbaki eru horfnar, en vín er eiginlega alls […]

Föstudagur 16.02.2018 - 09:59 - Ummæli ()

Hruninn húsnæðismarkaður fyrir ungt fólk í Bretlandi

Möguleikar ungs fólks á miðlungstekjum á því að eignast húsnæði í Bretlandi hafa minnkað um meira en helming á síðustu tveimur áratugum. Þetta er niðurstaða úttektar stofnunar sem nefnist Institute for Fiscal Studies. Guardian birtir frétt um þetta í morgun. Skýringin er sú að verð húsnæðis hefur hækkað miklu meira en laun. Fyrir fólk sem […]

Fimmtudagur 15.02.2018 - 11:19 - Ummæli ()

Ef hefðu verið átta hryðjuverkaárásir á þessu ári…

Byssuárásin í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Florida var sú áttunda í röðinni á þessu ári. Það eru liðnir 45 dagar af árinu. Ég endurtek, sú áttunda á skóla. Börn og ungmenni í Bandaríkjunum þurfa að sæta því að fara á stöðugar æfingar þar sem er farið yfir viðbrögð við byssumönnum sem ráðast […]

Miðvikudagur 14.02.2018 - 22:27 - Ummæli ()

Nei, þetta snýst ekki um borg á móti sveit

Það er náttúrlega gömul brella sem Ásmundur Friðriksson notaði í Kastljósinu í kvöld að stilla upp akstursmálum sínum og viðbrögðum við þeim sem einhvers konar togstreitu milli borgar- og landsbyggðar. Þegar málin eru komin í þann farveg er hægt að fara að þrasa endalaust um aukaatriði. Borg á móti sveit. Og annað kunnuglegt bragð er […]

Miðvikudagur 14.02.2018 - 12:25 - Ummæli ()

Drottningarmaðurinn með fölsku greifanafnbótina

Nú er Hinrik prins, drottningarmaðurinn í Danmörku, horfinn á vit feðra sinna. Einu sinni vissum við Íslendingar allt um ráðahag Margrétar Þórhildar og Hinriks. Það var þegar við fylgdumst stöðugt með frægðarfólkinu í Danmörku í gegnum dönsku blöðin. Þetta voru vikublöð eins og Hjemmet, Familje Journal og Alt for damerne. Mig minnir að þau hafi […]

Þriðjudagur 13.02.2018 - 15:58 - Ummæli ()

Eyrarkarlar í gömlu Reykjavík

Þetta er stórkostleg ljósmynd úr gömlu Reykjavík. Höfundur hennar mun vera Guðni Þórðarson, sá merki blaðamaður, ljósmyndari og ferðamálafrumkvöðull. Guðni hafði einstaklega næmt auga, til dæmis hef ég mikið dálæti á myndum sem hann tók í vesturheimi og mátti sjá nokkrar þeirra í þáttunum Vesturfarar. Þessi mynd mun vera tekin stuttu eftir 1950. Hún var […]

Þriðjudagur 13.02.2018 - 11:49 - Ummæli ()

Frelsið Ahed Tamimi!

Ahed Tamimi er stúlka frá þorpinu Nabi Saleh í Palestínu. Svæðið er hersetið af Ísraelum, landránsbyggðirnar halda áfram að þenjast út. Hún hefur verið í varðhaldi í Ísrael um nokkurra mánaða skeið, og nú verður hún dregin fyrir herdómstól (takið eftir: lokaðan herdómstól) fyrir að hafa ráðist að ísraelskum hermönnum á landi sínu. Árásirnar voru […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is