Miðvikudagur 28.02.2018 - 13:23 - Ummæli ()

Dýrkeypt hláka

Við getum kvartað undan holum í vegum – en tíðarfarið undanfarið hefur ekki verið hagstætt fyrir vegakerfið. Borgin auglýsir eftir upplýsingum um stórar holur. Hlákan nú verður okkur dýrkeypt, segir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson í mjög athyglisverðum pistli sem hann birtir á Facebook. Undirlag vega þiðnar, en undirniðri er enn frost. Einar telur að skemmdirnar á […]

Miðvikudagur 28.02.2018 - 09:08 - Ummæli ()

Byr í seglin hjá Eyþóri þótt meirihlutinn haldi naumlega

Skoðanakönnun Fréttablaðsins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor hlýtur að teljast nokkuð uppörvandi fyrir Eyþór Arnalds og Sjálfstæðisflokkinn. Fylgið er 35,2 prósent, næstum tíu prósentustigum meira en það var í síðustu kosningum og tveimur prósentustigum meira en það var 2ö10 þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir var í framboði. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu níu borgarfulltrúa í 23 manna borgarstjórn. […]

Þriðjudagur 27.02.2018 - 21:47 - Ummæli ()

Hið nýja hús Landsbankans – og aðrar hugmyndir

Hér er tillagan sem varð fyrir valinu í samkeppninni um nýbyggingu fyrir Landsbankann sem rísa á milli Hafnartorgsins svokallaða og Hörpu. Þetta virkar eins og nokkuð látlaust hús, ekki jafn gígantískt og Hafnartorgið – alveg ágætlega smekklegt. En kannski ekki sérstaklega tilþrifamikill arkitektúr. Þessi tillaga er frá C.F. Möller og Arkþingi.     Hér er […]

Mánudagur 26.02.2018 - 23:37 - Ummæli ()

Hinn „sögulegi“ miðbær á Selfossi

Selfyssingar munu hafa samþykkt nýtt skipulag miðbæjar. Það var gert á bæjarstjórnarfundi 21. febrúar. Framkvæmdin verður á hendi félags sem nefnist Sigtún. Selfoss tilheyrir sveitarfélagi sem heitir Árborg. Þar er líka Eyrarbakki. Í þeim bæ eru menn lítt hrifnir, enda á Eyrarbakki sögu sem nær aftur á miðaldir – ólíkt hinum sögulitla Selfossi. En það […]

Sunnudagur 25.02.2018 - 23:28 - Ummæli ()

Nýju þjónarnir – eins og á tíma eyrarvinnunnar

Á laugardaginn skrifaði ég greinarstúf um hark-hagkerfið – the gig economy. Þarna eru að verða gríðarlega miklar breytingar á vinnumarkaði og ekki endilega til góðs. Ég fékk nokkur viðbrögð við greininni sem mér þykja athyglisverð – og bæta talsverðu við það sem ég skrifaði. Þetta er frá Reyni Eggertssyni – úr frumkapítalismanum, í gegnum velferðarkerfið […]

Sunnudagur 25.02.2018 - 15:34 - Ummæli ()

75 ára afmælisdagur George Harrison

Hann var kallaður hægláti Bítillinn. Var þeirra yngstur og varla kominn af unglingsaldri þegar hljómsveitin hans sló í gegn. Hann var sérlega aðaðandi maður með fallegt bros – og þegar hann var á sviði með Bítlunum tók hann lítil dansspor sem mér hafa alltaf þótt skemmtileg. Þegar leið á tíma hljómsveitarinnar fór honum að líða […]

Laugardagur 24.02.2018 - 14:13 - Ummæli ()

Hark-hagkerfið

Ég lýsti um daginn eftir orði yfir það sem á ensku kallast „the gig economy“. Um þetta kerfi hefur verið mikil umræða í Bretlandi til að mynda. Þetta er fyrirkomulag vinnu sem byggir á tímabundnum ráðningum, verktakavinnu, því sem kallast núll-samningar – mjög litlu eða engu atvinnuöryggi, það er hægt að ráða fólk og reka […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is