Mánudagur 19.03.2018 - 12:14 - Ummæli ()

Landsfundurinn: Skattalækkanir, niðurskurður, einkavæðing og sprengja undir EES

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var mjög friðsamur, það virðist ríkja eindrægni í flokknum. Formaðurinn var endurkjörinn með gríðarlegum meirihluta og nýr varaformaður fékk líka feikilega góða kosningu. En það er eitt og annað sem er athygli vert af fundinum, og ekki bara hin nokkuð óskýra málsgrein um Landspítalann í stjórnmálaályktuninni. Menn eru þegar farnir að þrátta um […]

Sunnudagur 18.03.2018 - 16:41 - Ummæli ()

Hvað þýðir ályktun Sjálfstæðisflokksins um spítalann?

Sjálfstæðisflokkurinn ályktar á landsfundi um byggingu Landspítalans. Það segir að ljúka eigi uppbygginguá Landspítalalóð sem er komin á framkvæmdastig og tengist núverandi starfsemi. En að farið verði tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu.     Nú áttar maður sig ekki alveg á því hvað þetta þýðir. Þetta er frekar óskýrt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til verið […]

Sunnudagur 18.03.2018 - 13:27 - Ummæli ()

Fallegt hús í Hafnarstræti – en nokkur þyngsli við hliðina á

Þessi mynd sem var tekin í morgun sýnir hús sem hefur verið endurbyggt við austurenda Hafnarstrætis. Hluti þess er nýr, framlengingin sem teygir sig inn í Tryggvagötuna. Þarna var lengi Rammagerðin til húsa. Egill Aðalsteinsson, tökumaður á Stöð 2, er höfundur myndarinnar og gaf mér leyfi til að nota hana. Þetta er sérlega fallegt – […]

Laugardagur 17.03.2018 - 19:13 - Ummæli ()

Einræðið sækir í sig veðrið

Það gerðist um daginn og fór ekkert sérlega hátt að forseti Kína hefur tekið sér einræðisvald. Það eru ekki lengur nein takmörk á því hvað Xi Jinping getur setið lengi í embætti – hann getur verið þar eins lengi og honum sýnist nema klíkubræður hans í Kommúnistaflokknum ákveði að gera hallarbyltingu. Heimurinn er ekki beint […]

Laugardagur 17.03.2018 - 12:24 - Ummæli ()

Gamalgróið miðbæjarfyrirtæki kveður

Það voru ákveðin tímamót í miðbænum í gær þegar var síðasti starfsdagur hjá Bólstrun Ásgríms í Bergstaðastræti 2. Þetta er eitt af gömlu fyrirtækjunum í miðborginni, hefur verið í húsinu um áratuga skeið.     Egill Ásgrímsson sem hefur staðið vaktina í bólstruninni í sextíu ár hverfur nú úr bænum ásamt Sirrý konu sinni – […]

Föstudagur 16.03.2018 - 15:56 - Ummæli ()

Já, við erum Norðurlandabúar

Yfirlit yfir siðvenjur Skandínava sýnir að við Íslendingar erum ekki svo ólíkir Norðurlandaþjóðunum þótt við þykjumst stundum vera það. Við pössum eiginlega inn í öll hólfin sem eru nefnd í þessari umfjöllun sem birtist á vefnum Scandikitchen. Þarna er til dæmis nefnt hið einkennilega, og nokkuð svona lífsafneitunarlega, áhald ostaskerarann. Það hefur mikla útbreiðslu á […]

Föstudagur 16.03.2018 - 11:31 - Ummæli ()

Varla átakamikill landsfundur

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Þetta eru stórar og miklar samkomur, landsfundarfulltrúar koma alls staðar að af landinu, enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi getur fyllt Laugardalshöllina eða sett á svið viðlíka sýningu. Þetta verður varla fundur mikilla átaka. Nýr varaformaður verður kosinn, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Það er orðin hefð í flokknum að hafa karl sem […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is