Föstudagur 09.03.2018 - 18:45 - Ummæli ()

Íslenskan og holskefla tækninnar

Þetta kemur ekki á óvart. Stór hluti ungs fólks vill frekar ensku en íslensku. Verandi faðir drengs á grunnskólaaldri hef ég undanfarin ár tekið eftir því að krökkunum finnst ekki bara flottara að nota ensku, þeim finnst eðlilegra að gera það.

Og skýringin á þessu er alls ekki flókin, þetta tengist notkun á snjallsímum og samskiptamiðlum, tölvuleikjum, og efnisveitum eins og Netflix og YouTube. Í þessu umhverfi notar fólk miklu meiri ensku en íslensku.

Íslenskan í mestu erfiðleikum með að standast þessa holskeflu nýrrar tækni. Hún þykir bæði hallærisleg og úrelt – og tilfinning margra ungmenna er að það sé tímasóun að læra hana í hnattvæddum tækniheimi. Þau upplifa ekki að hún veiti aðgang í veröldina sem þau hafa vanist á að dvelja í.

 

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is