Fimmtudagur 19.04.2018 - 00:57 - Ummæli ()

Dauði Stalíns – bannaður í Rússlandi

Ég fór í bíó í kvöld. Það var dálítið merkilegt. Fullur salur, sem er óvenjulegt. Og eingöngu fullorðið fólk – sem þekkist varla núorðið. Og þar af fullt af fólki sem ég þekki eða kannast við. Þetta var í Háskólabíói, það er sérstakt fagnaðarefni að ekki skuli lengur gerð hlé á myndum í bíóinu. Hlé […]

Miðvikudagur 18.04.2018 - 07:14 - Ummæli ()

Endurvinnsla á frasa frá Ronald Reagan

Samtök atvinnulífsins fluttu inn gríðarlegan frjálshyggjupostula á aðalfund sinn. Hann heitir Eamonn Butler, er frá Adam Smith stofnun svokallaðri, talaði beint eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Samtök atvinnulífsins lýsa fyrirlestri hans í svohljóðandi tvíti:       Nú er það svo að þetta er ekki sérlega frumlegt. Þessi tilvitnun hefur heyrst milljón sinnum síðustu áratugina, hún […]

Þriðjudagur 17.04.2018 - 18:36 - Ummæli ()

Litla Ísland, fegurðin í samfloti forsætisráðherrans og strokufangans

Það er lán í óláni að strokufanginn sem flaug með Katrínu Jakobsdóttur til Stokkhólms í morgun er ekki talinn hættulegur. Þá myndi þetta líklega horfa öðruvísi við. Það er svosem viðbúið að komi upp umræða um herta landamæragæslu, en við erum aðilar að bæði Schengen og Norræna vegabréfasambandinu. Það er vitað að Katrín ferðaðist á […]

Þriðjudagur 17.04.2018 - 12:12 - Ummæli ()

Langreyður í duft- eða pilluformi

Ætli megi ekki segja að Kristján Loftsson sé ekki að setja einhvers konar heimsmet í þrjósku varðandi hvalveiðar? Hann heldur enn í hvalveiðiskipaflota sinn í Reykjavíkurhöfn. Hann hefur reynt ýmsar leiðir til að koma hvalkjöti á markað í Japan – en rekur sig hvað eftir annað á það að hvort tveggja er bann við því […]

Mánudagur 16.04.2018 - 18:33 - Ummæli ()

Bakhliðin á Disneyheimnum

The Florida Project er einhver sterkasta bandaríska mynd sem ég hef séð síðustu misseri. Í réttlátum heimi hefði hún átt að vinna Óskarsverðlaun. Hún er skrifuð og henni er leikstýrt af Sean Baker sem hingað til hefur verið lítt þekktur kvikmyndagerðarmaður, þó vakti hann nokkra athygli fyrir myndina Tangerine sem var gerð 2015. The Florida […]

Mánudagur 16.04.2018 - 14:57 - Ummæli ()

16,5 prósent starfa unnin af innflytjendum

Það eru hreint ótrúlegar tölur sem birtast á vef Hagstofu Íslands. Innflytjendur voru á síðasta ári, 2017, 16,5 prósent starfandi fólks á Íslandi. 16,5 prósent! Þarna er átt við fólk sem er fætt erlendis og á foreldra, afa og ömmur sem einnig eru fædd erlendis. Þetta segir okkur ýmsilegt, meðal annars það að Ísland er […]

Sunnudagur 15.04.2018 - 10:42 - Ummæli ()

Mjög stór loforð

Á tíma Davíðs Oddssonar kom Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík sér upp því fyrirkomulagi að birta fá en mjög skýr kosningaloforð. Í næstu kosningum á eftir var listinn svo birtur – og tilkynnt að loforðin hefðu verið efnd. Loforðin voru ekki alltaf sérlega stór, það var passað upp á að þau væru efnanleg. Þetta er auglýsingin frá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is